Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 15:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vonast til þess að Íslendingar segi: Já. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira