„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:01 Liðsfélagar Smillu Holmberg reyna að hughreysta hana í leikslok en hún var auðvitað algjörlega niðurbrotin. Getty/Sathire Kelpa Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira