Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 11:31 Arndís Diljá Óskarsdóttir á eitthvað inni fyrir úrslitin en gerði nóg til að fá að keppa þar á morgun. Frjálsíþróttasamband Íslands Arndís Diljá Óskarsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna þegar Evrópumeistaramót U23 í frjálsum íþróttum hófst í Bergen í gær. Ísland á fimm keppendur á mótinu í ár, allt konur, og fjórar þeirra kepptu strax í gær. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppti í undankeppni spjótkastsins og komst í úrslit. Þar kastaði hún lengst 51,05 metra sem var tíunda lengsta kastið inn í úrslitin. Úrslitin fara fram á laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. „Markmiðið var að komast í úrslit og það er ótrúlega gaman að hafa náð því. Ég fann ekki alveg „feelinginn“ sem ég vildi í dag, en það er frábært að árangurinn dugði til sætis í úrslitunum,“ sagði Arndís Diljá í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. „Nú er það bara að ýta á reset, stilla fókusinn og negla á þetta í úrslitunum,“ sagði Arndís. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppti í undanriðlum 100 metra grindahlaups og var hún í fjórða í mark í fjórða riðli á tímanum 13,75 sekúndum. Hún var aðeins fjórum sætum frá því að komast í undanúrslitin en 24 efstu konurnar keppa í þeim í dag. Hástökkvararnir okkar náðu sér ekki alveg á strik þegar undankeppnin í hástökki kvenna fór fram. Eva María Baldursdóttir endaði þar í 15. sæti en hún stökk 1,77 metra. Þetta er fyrsta Evrópumeistaramót Evu Maríu og hún var ansi nálægt því að komast áfram í úrslitin, eða aðeins einni hæð og einu sæti. Það voru fjórtán keppendur sem stukku 1,81 metra og komast því áfram í úrslit. Birta María Haraldsdóttir stökk 1,73 metra og endaði í 25. sæti. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Ísland á fimm keppendur á mótinu í ár, allt konur, og fjórar þeirra kepptu strax í gær. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppti í undankeppni spjótkastsins og komst í úrslit. Þar kastaði hún lengst 51,05 metra sem var tíunda lengsta kastið inn í úrslitin. Úrslitin fara fram á laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. „Markmiðið var að komast í úrslit og það er ótrúlega gaman að hafa náð því. Ég fann ekki alveg „feelinginn“ sem ég vildi í dag, en það er frábært að árangurinn dugði til sætis í úrslitunum,“ sagði Arndís Diljá í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. „Nú er það bara að ýta á reset, stilla fókusinn og negla á þetta í úrslitunum,“ sagði Arndís. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppti í undanriðlum 100 metra grindahlaups og var hún í fjórða í mark í fjórða riðli á tímanum 13,75 sekúndum. Hún var aðeins fjórum sætum frá því að komast í undanúrslitin en 24 efstu konurnar keppa í þeim í dag. Hástökkvararnir okkar náðu sér ekki alveg á strik þegar undankeppnin í hástökki kvenna fór fram. Eva María Baldursdóttir endaði þar í 15. sæti en hún stökk 1,77 metra. Þetta er fyrsta Evrópumeistaramót Evu Maríu og hún var ansi nálægt því að komast áfram í úrslitin, eða aðeins einni hæð og einu sæti. Það voru fjórtán keppendur sem stukku 1,81 metra og komast því áfram í úrslit. Birta María Haraldsdóttir stökk 1,73 metra og endaði í 25. sæti. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira