Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2025 20:03 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason tóku þátt í dagskrá Dags íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni í dag. Með þeim er Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn Kappa, sem var ein af skipuleggjendum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama
Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira