Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 19:48 Sigurður Ingi krefst þess að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira