Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa 19. júlí 2025 11:30 Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun