Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:38 Aukin harka hefur færst í árásir Rússa að undanförnu. AP/Vadym Sarakhan Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira