Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 21. júlí 2025 13:42 Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Magnús Hlynur Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. „Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
„Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13