Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2025 06:52 Askja er meðal annars umboðsaðili Kia og Honda á Íslandi. Askja Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Vekru ehf. en engar upplýsingar eru gefnar um kaupverðið. Afhending félaganna mun fara fram í september en Jón Trausti Ólafsson verður áfram forstjóri. Askja er með umboðið fyrir Kia, Honda og Mercedes-Benz, svo eitthvað sé nefnt, en Una er umboðsaðili XPENG á Íslandi. Viðskiptahjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg áttu rúmlega fimmtíu prósent í fyrirtækjunum fjórum fyrir viðskiptin. Þá átti Frosti Bergsson tæplega fjórðungshlut í Öskju. Hjónin Edda Björk Kristjánsdóttir og Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, áttu svo tæplega átta prósenta hlut. Söluverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni frá Vekru. Samkvæmt tilkynningunni námu heildartekjur félaga Vekru um 27,5 milljörðum króna á ári að meðaltali en þar eru meðtaldar tekjur Lotus Car Rental og Hentar, sem eru ekki undir í umræddum viðskiptum. Hagnaður fyrir skatta nam um 1,35 milljörðum króna á ári að meðaltali. Vekra mun áfram eiga Lotus og rúmlega 16.000 fermetra fasteignasafn sem byggt hefur verið upp í tengslum við rekstur félaganna. Jón Trausti Ólafsson verður áfram forstjóri.Askja „Inchcape er leiðandi og óháður alþjóðlegur dreifingar- og söluaðili bifreiða með yfir 150 ára sögu og hefur verið skráð í kauphöllina í London síðan 1958. Hjá fyrirtækinu starfa meira en 16.000 manns á 38 mörkuðum um allan heim. Þannig sameinar Inchcape alþjóðlega sýn með staðbundinnni sérþekkingu á hverju markaðssvæði sem skilar sér í framúrskarandi þjónustu og árangri fyrir samstarfsaðila og auknum gæðum og betri upplifun viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni. „Kaup Inchcape á Öskju eru í samræmi við Accelerate+ stefnu Inchcape, sem miðar að því að vaxa inn á nýja og áhugaverða markaði þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi. Ísland er afar álitlegur kostur til þess að styrkja stöðu félagsins á Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Inchcape vinnur með mörgum af helstu bifreiðamerkjum heims og með kaupunum á Öskju verður Kia í fyrsta sinn hluti af vöruframboði félagsins. Heildartekjur Inchcape á síðasta ári námu um 10 milljörðum evra og hagnaður félagsins fyrir skatta var um 480 milljónir evra.“ Bílar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Vekru ehf. en engar upplýsingar eru gefnar um kaupverðið. Afhending félaganna mun fara fram í september en Jón Trausti Ólafsson verður áfram forstjóri. Askja er með umboðið fyrir Kia, Honda og Mercedes-Benz, svo eitthvað sé nefnt, en Una er umboðsaðili XPENG á Íslandi. Viðskiptahjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg áttu rúmlega fimmtíu prósent í fyrirtækjunum fjórum fyrir viðskiptin. Þá átti Frosti Bergsson tæplega fjórðungshlut í Öskju. Hjónin Edda Björk Kristjánsdóttir og Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, áttu svo tæplega átta prósenta hlut. Söluverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni frá Vekru. Samkvæmt tilkynningunni námu heildartekjur félaga Vekru um 27,5 milljörðum króna á ári að meðaltali en þar eru meðtaldar tekjur Lotus Car Rental og Hentar, sem eru ekki undir í umræddum viðskiptum. Hagnaður fyrir skatta nam um 1,35 milljörðum króna á ári að meðaltali. Vekra mun áfram eiga Lotus og rúmlega 16.000 fermetra fasteignasafn sem byggt hefur verið upp í tengslum við rekstur félaganna. Jón Trausti Ólafsson verður áfram forstjóri.Askja „Inchcape er leiðandi og óháður alþjóðlegur dreifingar- og söluaðili bifreiða með yfir 150 ára sögu og hefur verið skráð í kauphöllina í London síðan 1958. Hjá fyrirtækinu starfa meira en 16.000 manns á 38 mörkuðum um allan heim. Þannig sameinar Inchcape alþjóðlega sýn með staðbundinnni sérþekkingu á hverju markaðssvæði sem skilar sér í framúrskarandi þjónustu og árangri fyrir samstarfsaðila og auknum gæðum og betri upplifun viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni. „Kaup Inchcape á Öskju eru í samræmi við Accelerate+ stefnu Inchcape, sem miðar að því að vaxa inn á nýja og áhugaverða markaði þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi. Ísland er afar álitlegur kostur til þess að styrkja stöðu félagsins á Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Inchcape vinnur með mörgum af helstu bifreiðamerkjum heims og með kaupunum á Öskju verður Kia í fyrsta sinn hluti af vöruframboði félagsins. Heildartekjur Inchcape á síðasta ári námu um 10 milljörðum evra og hagnaður félagsins fyrir skatta var um 480 milljónir evra.“
Bílar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira