Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2025 07:02 Lineker er síðasti Englendingurinn sem lék fyrir Barcelona. Vísir/Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“ Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira