Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 07:28 Fyrir ekki svo löngu var Michelle Agyemang boltasækir fyrir enska landsliðið en í gær sóttu stelpur boltann fyrir hana eftir að hún skoraði jöfnunarmark Englands gegn Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi. EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira