Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, Elísa Rún Svansdóttir, Lilja Íris Long Birnudóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skrifa 23. júlí 2025 14:03 Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun