Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar 30. janúar 2026 13:00 Það eru forréttindi að búa í Hafnarfirði. Hér ólst ég upp og hér vil ég ala upp börnin mín. Hafnarfjörður er bær með sterkan sjarma og einstaka menningu sem mikilvægt er að vernda og efla. Hér er stutt í allt, mannlíf er fjölbreytt og samfélagið byggir á samheldni, ábyrgð og nánd. Einmitt þess vegna vil ég taka virkan þátt í mótun framtíðar bæjarins. Hafnarfjörður á að vera bær þar sem fólk getur búið alla ævi. Hér er og á að vera gott að alast upp, stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði og eldast með reisn og öryggi. Til þess þarf skýra framtíðarsýn, pólitíska forgangsröðun og raunhæfar lausnir sem taka mið af ólíkum þörfum íbúa á mismunandi æviskeiðum. Sterkt samfélag og skýr framtíðarsýn Við vitum að þjóðin er að eldast og því ber að tryggja eldra fólki bætt lífsgæði og húsnæði sem hentar þeirra þörfum og lifnaðarháttum. Það er ekki aðeins réttlætismál heldur samfélagsleg skylda. Á sama tíma verðum við að standa með ungu fólki sem vill festa rætur í Hafnarfirði og eignast sitt fyrsta heimili. Það krefst markvissrar uppbyggingar, fjölbreytts húsnæðisframboðs og ábyrgrar skipulagsvinnu. Mikilvægt er að eldri Hafnfirðingar upplifi öryggi í nærumhverfi sínu, haft gott aðgengi að þjónustu og félagslífi, rétt eins og það skiptir sköpum að ungt fólk sjái hér framtíð fyrir sér án þess að þurfa að flytja burt. Ábyrg uppbygging og öflug forysta Það er gott að búa í Hafnarfirði vegna nálægðarinnar, öflugs íþrótta- og menningarlífs, náttúrunnar og þeirrar þjónustu sem hér er að finna. En til að þessi gæði haldi áfram að blómstra skiptir miklu máli að sveitarfélaginu sé stýrt af fólki með þekkingu, kjark og framtíðarsýn þar með hagsmunir íbúa eru hafðir að leiðarljósi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Hafnarfjörður verði áfram bær fyrir börn fullorðna og eldri borgara, bær sem setur fólk í forgang, horfir til framtíðar og byggir samfélag sem stenst tímans tönn. Höfundur er varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að búa í Hafnarfirði. Hér ólst ég upp og hér vil ég ala upp börnin mín. Hafnarfjörður er bær með sterkan sjarma og einstaka menningu sem mikilvægt er að vernda og efla. Hér er stutt í allt, mannlíf er fjölbreytt og samfélagið byggir á samheldni, ábyrgð og nánd. Einmitt þess vegna vil ég taka virkan þátt í mótun framtíðar bæjarins. Hafnarfjörður á að vera bær þar sem fólk getur búið alla ævi. Hér er og á að vera gott að alast upp, stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði og eldast með reisn og öryggi. Til þess þarf skýra framtíðarsýn, pólitíska forgangsröðun og raunhæfar lausnir sem taka mið af ólíkum þörfum íbúa á mismunandi æviskeiðum. Sterkt samfélag og skýr framtíðarsýn Við vitum að þjóðin er að eldast og því ber að tryggja eldra fólki bætt lífsgæði og húsnæði sem hentar þeirra þörfum og lifnaðarháttum. Það er ekki aðeins réttlætismál heldur samfélagsleg skylda. Á sama tíma verðum við að standa með ungu fólki sem vill festa rætur í Hafnarfirði og eignast sitt fyrsta heimili. Það krefst markvissrar uppbyggingar, fjölbreytts húsnæðisframboðs og ábyrgrar skipulagsvinnu. Mikilvægt er að eldri Hafnfirðingar upplifi öryggi í nærumhverfi sínu, haft gott aðgengi að þjónustu og félagslífi, rétt eins og það skiptir sköpum að ungt fólk sjái hér framtíð fyrir sér án þess að þurfa að flytja burt. Ábyrg uppbygging og öflug forysta Það er gott að búa í Hafnarfirði vegna nálægðarinnar, öflugs íþrótta- og menningarlífs, náttúrunnar og þeirrar þjónustu sem hér er að finna. En til að þessi gæði haldi áfram að blómstra skiptir miklu máli að sveitarfélaginu sé stýrt af fólki með þekkingu, kjark og framtíðarsýn þar með hagsmunir íbúa eru hafðir að leiðarljósi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Hafnarfjörður verði áfram bær fyrir börn fullorðna og eldri borgara, bær sem setur fólk í forgang, horfir til framtíðar og byggir samfélag sem stenst tímans tönn. Höfundur er varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun