Innlent

Hand­tekinn í Laugar­dal grunaður um man­sal

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Málið er í rannsókn. 
Málið er í rannsókn.  Vísir/Vilhelm

Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Þar segir að handtakan hafi verið framkvæmd í póstnúmeri 104 og að málið sé enn í rannsókn.

Í sama hverfi var lögreglu tilkynnt um innbrot í verslun, heimilisofbeldi og innbrot í matarvagn.

Þá var lögreglu tilkynnt um par að rífast í miðborginni. Í ljós kom að parið væri að rífast um þýfi, jakka sem tekinn hefði verið ófrjálsri hendi úr verslun nokkru fyrr. 

Í miðborginni var lögregla einnig kölluð til þegar farþegi neitaði að borga leigubílstjóra fargjald. 

Lögregla sinnti að auki útkalli í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um mikinn tónlistarhávaða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×