Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun