Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Pálmi Þórsson skrifar 24. júlí 2025 21:03 Blikar fagna þriðja marki sínu í kvöld sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði. Vísir/Pawel Breiðablik lagði Þrótt 3-1 í Bestu deild Kvenna í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Þróttarar byrjuðu leikinn mun betur en fyrstu mínútuna fóru fram á vallarhelmingi Breiðabliks. En svo þegar leið á leikinn þá fóru liðin að skiptast á sóknum og það fóru að koma fleiri færi. Agla María Albertsdóttir og Samantha Rose Smith gerðu mikið af því að renna boltanum fallega inn fyrir vörn Þróttara en Mollee Swift gerði vel í markinu og hélt leiknum jöfnum. Á 25. mínútu leiksins fengu Blikastelpur hornspyrnu sem Agla María tók. Frábær bolti á fjærstöngina en þar var Samantha Smith sem stökk hæst allra í teignum og stangaði boltann í markið. Stuttu seinna kom Agla María með enn einn boltann inn fyrir vörn Þróttar og Birta Georgsdóttir var þá komin ein á móti markmanni. Skaut í Molle en fær hann í sig og endar þannig á einhvern hátt ein á móti marki. Þakkar fyrir sig og rennir boltanum í markið. Blikar fagna hér sigri í kvöld.Vísir/Pawel Tvö snögg mörk þarna hjá Breiðablik en þá var komið að Þrótti. Á 32. mínútu leiksins tókst Álfhildi Rósu Kjartansdóttir að vinna boltann við miðjuna. Fékk þaðan fría akbraut í átt að vítateig og lagði boltann snyrtilega stöngina inn og staðan 2-1 í fjörugum leik. Allt benti til þess að svona myndu leikar standa í hálfleik en á 43. mínútu kom fyrirgjöf inn í teig Þróttara sem ná ekki að hreinsa og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þakkaði fyrir sig lagði boltann í netið. Þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum og Breiðablik tylltu sér einar á toppinn. Atvik Leiksins Stærsta atvikið var sennilega þriðja mark Blika en ef Þrótturum hefðu náð að hreinsa í burtu og fara í hálfleik með stöðuna 2-1 þá hefði seinni hálfleikur spilast öðruvísi. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í þessum leik var hún Agla María Albertsdóttir en flestar sendingar sem hún gaf urðu að marktækifæri. Einnig var Samantha Rose hrikalega góð. Dómarar Jóhann Ingi Jónsson var með flautuna og skilaði því verki vel. Gaf bara eitt gult spjald og því ekki krefjandi verkefni að dæma þennan leik. Sama má segja um Ragnar Þór Bender og Guðni Freyr Ingvason sem voru með flöggin. Stemming og umgjörð Stemmingin var fín en það voru aðeins 311 manns á vellinum og því hefði mátt búa til eitthvað meira í kringum þennan leik. Ólafur Helgi Kristjánsson. þjálfari Þróttar.Vísir/Pawel „Ég er gáttaður af því hversu mikil þögn hefur verið” Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar eða Óli eins og hann er yfirleitt alltaf kallaður var brattur eftir leik. „Tap er tap. Það er ekkert þung eða létt. En ég er einn af þeim þjálfurum sem eru ánægður með liðið sitt í kvöld. Hvernig við komum inn í leikinn. Hvernig við spiluðum en svo er ég ekki ánægður með úrslitin. Þá ráðast af litlum atriðum inn í teig. Við höfðum ekki heppnina með okkur þegar Breiðablik skorar mörkin og þær eru góðar. En hinu megin þá vantaði örlítið upp á. Fengum færi en ekki risastór færi. En ef ég gæti spilað þennan leik aftur þá myndi ég spila eins með örlitlum breytingum,” sagði Ólafur. Þriðja mark Blika gerði út um leikinn en ef Þróttur hefði jafnað í stað þess að fá það mark á sig þá hefði leikurinn sennilega farið allt öðruvísi? „Já kannski. Ég ætla samt ekki að tala um skítamörk. Eins og þriðja markið við köllum út í teiginn og þar er Breiðabliks markið. Er það heppni eða klókindi? Þetta eru bara litlu hlutirnir sem skilja á milli og svo í hinum teignum erum við ekki að staðsetja okkur fyrir þessa litlu mola sem falla. En eins og ég sagði við þig áðan þá fannst mér stærsti hluti leiksins þá spilast hann vel af okkar hálfu. Það er aðeins þegar ég fer að róta í restina og reyna að brjóta okkur úr því að spila honum og fara meira „direct” að við dettum úr því sem við vorum að gera en spilamennskan fannst mér frábær og þetta var góður leikur hjá báðum liðum,” sagði Ólafur. Leikurinn var góð auglýsing fyrir deildina en Óli var ósáttur með mætinguna en þá aðallega hvernig hann var markaðssettur. „Tvö góð lið og deildinni til sóma. Fólk í minni nánustu fjölskyldu þurfti að spyrja mig hvort við værum að spila í kvöld. Ég er gáttaður af því hversu mikil þögn hefur verið að deildin hafi verið að byrja. Breiðablik - Þróttur fyrsti leikur og það var leitun að finna að leikurinn væri að fara fram. Það er talað um að það sé verið að markaðssetja karla og kvenna deildina jafn. Ég sé það ekki,” sagði Ólafur. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari BreiðabliksVísir/Pawel Frábær frammistaða eftir fjórar vikur í frí Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með leikinn. „Þetta var smá stress leikur til að byrja með. Bæði lið auðvitað toppslagur en mér fannst við vaxa inn í hann með þau færi sem við fengum og áttum klárlega skilið að fara inn í hálfleik með forystuna. Í seinni hálfleik þá færðu þær Þórdísi og Katie utar á völlinn og kantmennina aðeins inn. Katie var að valda okkur smá vandræðum en þegar við náðum að leysa það þá svona lokuðum við leiknum. Mig minnir að þær hafi ekkert náð að skapa sér stór færi. Við náðum að loka á föstu leikatriði þeirra,” sagði Nik. Birta slapp ein í gegn á móti markmanni á 84. mínútu og hefði getað skorað fjórða mark Blika en reyndi að sóla markmanninn sem misheppnaðist. „Við grínuðumst smá með þetta. Við áttum þetta færi. Berglind átti skot í slá og Munda komst í gegn nokkru sinnum. Síðan átti Sam nokkrar rispur þannig við hefðum getað gert þetta ennþá þægilegra. En við eigum aldrei að tapa tveggja marka forystu. En fyrir fyrsta leik aftur eftir fjórar vikur í frí þá þetta frábær frammistaða,” sagði Nik. Eins og ritað hefur verið þá var mætingin á völlinn fín en hefði verið hægt að gera betur? „Kannski mögulega. Ég náttúrlega veit ekkert hvað voru margir í stúkunni í dag. En það er júlí og maður fær ekkert fulla stúku í júlí á Íslandi. Hinsvegar eru vonbrigði að það eru hér tvö bestu liðin að spila og það er mjög lítið búið að markaðssetja leikinn. ÍTF setti eitthvað um einhvern markakóng og svo spurningaleikinn. En þetta eru bestu liðin í deildinni. Við erum að byrja aftur. Afhverju ekki að gera eitthvað úr þessu. Ég og Óli hefðum getað verið með blaðamannafund fyrir leik eins og með Val í fyrra. Bara eitthvað til að byggja þetta upp frekar en að tilkynna bara að Breiðablik væri að spila við Þrótt og svo ekkert meira. Auðvitað Sýn breytti tímanum til að fá betra áhorf en allt annað voru hálf vonbrigði,” sagði Nik. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Breiðablik lagði Þrótt 3-1 í Bestu deild Kvenna í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Þróttarar byrjuðu leikinn mun betur en fyrstu mínútuna fóru fram á vallarhelmingi Breiðabliks. En svo þegar leið á leikinn þá fóru liðin að skiptast á sóknum og það fóru að koma fleiri færi. Agla María Albertsdóttir og Samantha Rose Smith gerðu mikið af því að renna boltanum fallega inn fyrir vörn Þróttara en Mollee Swift gerði vel í markinu og hélt leiknum jöfnum. Á 25. mínútu leiksins fengu Blikastelpur hornspyrnu sem Agla María tók. Frábær bolti á fjærstöngina en þar var Samantha Smith sem stökk hæst allra í teignum og stangaði boltann í markið. Stuttu seinna kom Agla María með enn einn boltann inn fyrir vörn Þróttar og Birta Georgsdóttir var þá komin ein á móti markmanni. Skaut í Molle en fær hann í sig og endar þannig á einhvern hátt ein á móti marki. Þakkar fyrir sig og rennir boltanum í markið. Blikar fagna hér sigri í kvöld.Vísir/Pawel Tvö snögg mörk þarna hjá Breiðablik en þá var komið að Þrótti. Á 32. mínútu leiksins tókst Álfhildi Rósu Kjartansdóttir að vinna boltann við miðjuna. Fékk þaðan fría akbraut í átt að vítateig og lagði boltann snyrtilega stöngina inn og staðan 2-1 í fjörugum leik. Allt benti til þess að svona myndu leikar standa í hálfleik en á 43. mínútu kom fyrirgjöf inn í teig Þróttara sem ná ekki að hreinsa og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þakkaði fyrir sig lagði boltann í netið. Þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum og Breiðablik tylltu sér einar á toppinn. Atvik Leiksins Stærsta atvikið var sennilega þriðja mark Blika en ef Þrótturum hefðu náð að hreinsa í burtu og fara í hálfleik með stöðuna 2-1 þá hefði seinni hálfleikur spilast öðruvísi. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í þessum leik var hún Agla María Albertsdóttir en flestar sendingar sem hún gaf urðu að marktækifæri. Einnig var Samantha Rose hrikalega góð. Dómarar Jóhann Ingi Jónsson var með flautuna og skilaði því verki vel. Gaf bara eitt gult spjald og því ekki krefjandi verkefni að dæma þennan leik. Sama má segja um Ragnar Þór Bender og Guðni Freyr Ingvason sem voru með flöggin. Stemming og umgjörð Stemmingin var fín en það voru aðeins 311 manns á vellinum og því hefði mátt búa til eitthvað meira í kringum þennan leik. Ólafur Helgi Kristjánsson. þjálfari Þróttar.Vísir/Pawel „Ég er gáttaður af því hversu mikil þögn hefur verið” Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar eða Óli eins og hann er yfirleitt alltaf kallaður var brattur eftir leik. „Tap er tap. Það er ekkert þung eða létt. En ég er einn af þeim þjálfurum sem eru ánægður með liðið sitt í kvöld. Hvernig við komum inn í leikinn. Hvernig við spiluðum en svo er ég ekki ánægður með úrslitin. Þá ráðast af litlum atriðum inn í teig. Við höfðum ekki heppnina með okkur þegar Breiðablik skorar mörkin og þær eru góðar. En hinu megin þá vantaði örlítið upp á. Fengum færi en ekki risastór færi. En ef ég gæti spilað þennan leik aftur þá myndi ég spila eins með örlitlum breytingum,” sagði Ólafur. Þriðja mark Blika gerði út um leikinn en ef Þróttur hefði jafnað í stað þess að fá það mark á sig þá hefði leikurinn sennilega farið allt öðruvísi? „Já kannski. Ég ætla samt ekki að tala um skítamörk. Eins og þriðja markið við köllum út í teiginn og þar er Breiðabliks markið. Er það heppni eða klókindi? Þetta eru bara litlu hlutirnir sem skilja á milli og svo í hinum teignum erum við ekki að staðsetja okkur fyrir þessa litlu mola sem falla. En eins og ég sagði við þig áðan þá fannst mér stærsti hluti leiksins þá spilast hann vel af okkar hálfu. Það er aðeins þegar ég fer að róta í restina og reyna að brjóta okkur úr því að spila honum og fara meira „direct” að við dettum úr því sem við vorum að gera en spilamennskan fannst mér frábær og þetta var góður leikur hjá báðum liðum,” sagði Ólafur. Leikurinn var góð auglýsing fyrir deildina en Óli var ósáttur með mætinguna en þá aðallega hvernig hann var markaðssettur. „Tvö góð lið og deildinni til sóma. Fólk í minni nánustu fjölskyldu þurfti að spyrja mig hvort við værum að spila í kvöld. Ég er gáttaður af því hversu mikil þögn hefur verið að deildin hafi verið að byrja. Breiðablik - Þróttur fyrsti leikur og það var leitun að finna að leikurinn væri að fara fram. Það er talað um að það sé verið að markaðssetja karla og kvenna deildina jafn. Ég sé það ekki,” sagði Ólafur. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari BreiðabliksVísir/Pawel Frábær frammistaða eftir fjórar vikur í frí Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með leikinn. „Þetta var smá stress leikur til að byrja með. Bæði lið auðvitað toppslagur en mér fannst við vaxa inn í hann með þau færi sem við fengum og áttum klárlega skilið að fara inn í hálfleik með forystuna. Í seinni hálfleik þá færðu þær Þórdísi og Katie utar á völlinn og kantmennina aðeins inn. Katie var að valda okkur smá vandræðum en þegar við náðum að leysa það þá svona lokuðum við leiknum. Mig minnir að þær hafi ekkert náð að skapa sér stór færi. Við náðum að loka á föstu leikatriði þeirra,” sagði Nik. Birta slapp ein í gegn á móti markmanni á 84. mínútu og hefði getað skorað fjórða mark Blika en reyndi að sóla markmanninn sem misheppnaðist. „Við grínuðumst smá með þetta. Við áttum þetta færi. Berglind átti skot í slá og Munda komst í gegn nokkru sinnum. Síðan átti Sam nokkrar rispur þannig við hefðum getað gert þetta ennþá þægilegra. En við eigum aldrei að tapa tveggja marka forystu. En fyrir fyrsta leik aftur eftir fjórar vikur í frí þá þetta frábær frammistaða,” sagði Nik. Eins og ritað hefur verið þá var mætingin á völlinn fín en hefði verið hægt að gera betur? „Kannski mögulega. Ég náttúrlega veit ekkert hvað voru margir í stúkunni í dag. En það er júlí og maður fær ekkert fulla stúku í júlí á Íslandi. Hinsvegar eru vonbrigði að það eru hér tvö bestu liðin að spila og það er mjög lítið búið að markaðssetja leikinn. ÍTF setti eitthvað um einhvern markakóng og svo spurningaleikinn. En þetta eru bestu liðin í deildinni. Við erum að byrja aftur. Afhverju ekki að gera eitthvað úr þessu. Ég og Óli hefðum getað verið með blaðamannafund fyrir leik eins og með Val í fyrra. Bara eitthvað til að byggja þetta upp frekar en að tilkynna bara að Breiðablik væri að spila við Þrótt og svo ekkert meira. Auðvitað Sýn breytti tímanum til að fá betra áhorf en allt annað voru hálf vonbrigði,” sagði Nik.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn