Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:51 Ísraelar mótmæla stríðsrekstri Ísraelshers á Gasa. AP Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira