Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 10:05 Gregg Wallace hefur gefið út sex kokkabækur og eina ævisögu. Hann hefur verið kynnir í MasterChef, Celebrity MasterChef og MasterChef: The Professionals. Nú er tvísýnt hvort hann muni halda áfram sjónvarpsferli sínum. Getty Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst. Bretland Matur Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst.
Bretland Matur Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira