Nýtt undrabarn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 16:03 Stuðningsmenn Arsenal vonast örugglega til að sjá miklu meira af hinum fimmtán ára Max Dowman á komandi tímabili eftir tilþrifin sem strákurinn sýndi um helgina. Getty/David Price Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi. Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira