Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar 28. júlí 2025 15:00 Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það er erfitt að vera manneskja í þessum heimi þar sem samtíminn er orðinn dystópískur, finnst ykkur það ekki? Fasisminn fer vaxandi og samkennd dvínandi, það hefur verið rannsakað. Ég sé fegurð í heiminum en finn hana ekki, eitthvað er svo ótrúlega skakkt. Við finnum það flest, ekki satt? Allavega þau okkar sem enn hafa samkennd. Ég hélt, eins og margir að þegar það kæmi að börnum, yrði línan dregin. Varla getur fólk horft upp á saklaus börn drepin, svelt, þeim misþyrmt eða þau misnotuð? Í Bandaríkjunum mega háttsettir menn stunda mannsal og nauðga börnum án afleiðinga fyrir þá. Þeir eru jú svo sjarmerandi. Í Ísrael mega menn hunsa alþjóðalög og svelta börn og skjóta þau í höfuðið á færi. Og öll hin löndin sem hafa skuldbundið sig til að halda uppi þessum alþjóðalögum kjósa að líta undan hryllingnum. Án afleiðinga, eða hvað? Hverjar verða afleiðingar þeirrar lögleysu sem viðgengst á alþjóðavettvangi? Hvert verður gjald meðvirkninnar? Mörkin skekkjast meir og meir, ekki bara úti í heimi heldur líka hér heima. Gjaldið mun koma og það verður hátt. Ísrael brýtur ítrekað alþjóðalög, eru yfirlýstir stríðsglæpamenn og fremja þjóðarmorð fyrir allra augum. Það að fólk haldi öðru fram er ekki lengur hægt. Hvernig ráðamenn heimsins fá það af sér að horfa upp á 90 börn vera svelt til dauða í beinni útsendingu meðan matargjafir mygla í tonnavís í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim fær mann til að missa alla trú á mennsku ráðamanna og kerfisins sem við lifum í. Fimmta hvert barn á Gaza þjáist af vannæringu það gera 200.000 börn. En það er ekki bara Ísrael sem brýtur alþjóðalög. Heldur öll þau ríki sem hafa skuldbundið sig til að fylgja Þjóðarmorðssáttmálanum (Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (CPPCG)) sem gerður var að alþjóðalögum 9. desember 1948. Þessi sáttmáli var gerður til þess að forða einmitt því sem á sér stað á Gaza frá því að gerast. Skuldbinding við sáttmálann felur í sér að bregðast við og aðhafast verði maður vitni að eða hafi vitneskju um að viðlíka atburðir séu að eiga sér stað. Ísland, sem aðildaríki að sáttmálanum, ber lagalega skyldu til að aðhafast. Má skilja aðgerðarleysi ykkar sem svo að Íslenskum stjórnvöldum finnist þau eins og bandarískum, rússneskum og ísraelskum stjórnvöldum, hafin yfir alþjóðalög eða stætt á að hunsa þau? Þetta aðgerðarleysi grefur undan stoðum þess reglukerfis sem alþjóðasamfélagið byggir á og smættar gildi alþjóðalaga. Hvers virði eru lög og reglur? Hvernig eigum við borgarar heimsins að hafa trú á kerfinu sem við lifum í þegar ráðamenn hunsa þau lög og reglur sem þeir hafa svarið eið um og skuldbundið sig til að fylgja. Tjáningarfrelsið er orðið misskipt. Almúginn mætir víðsvegar alvarlegum afleiðingum tjái þau sig frjálslega. Á meðan ráðamenn mega tjá sig með hætti sem hingað til hefur verið ástæða til afsagnar þeirra úr starfi. Friðsamlegum mómælendum víðsvegar um heim og hér heima er mætt með ofbeldi sem réttlætt er með gaslýsingum um óréttmæti afstöðu mótmælenda. Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa margir hverjir gert stærri mistök, meira að segja oft og ítrekað. Sumir þeirra hafa framið lögbrot án afleiðinga; hvað þá alvarlegra afleiðinga. Ungur maður slettir málningu á ljósmyndara og þingheimur fer á hliðina. Á Gaza mæta ljósmyndarar og blaðamenn öðru og verra en málningarslettum. Þeir eru pyntaðir og myrtir af Ísraelsher. En það virðist ekki fara jafn mikið fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Kannski er þeim fyrirmunað að setja sig í spor þessa unga manns sem hlaut skjól hér á landi. Þess vegna er málning og glimmer kannski það hræðilegasta sem þeim dettur í hug? Því þau hafa ekki lent í því verra. Á sama tíma og meintur nauðgari og barnaníðingur, yfirlýstur kvenhatari og rasisti vann forsetakosningar í Bandaríkjunum fengum við á Íslandi kvenstjórn. Tveir andstæðir pólar, vona ég. Ég hef oft í gegnum tíðina velt því fyrir mér hvernig málum væri háttað ef heiminum væri stjórnað af konum. Hvort það væri farsælla og því fylltist ég eftirvæntingu að sjá hvort það yrði sannleikurinn. Konur sem ég hitti í kjölfar kosningana, á öllum aldri og úr öllum kimum samfélagsins, upplifðu svipaða eftirvæntingu. Mun það breyta einhverju að konur sitji við stjórnvölinn? Þið, sem vermið æðstu sæti ríkisstjórnar Íslands, af hverju slítið þið ekki stjórnmála og viðskiptasambandi við Ísrael? Hvaða hagsmunum Íslands stafar hætta af þeirri aðgerð? Er Ísland háð meðvirkni með sjarmerandi barnaníðingi, er hann sá sem við viljum ganga í augun á? Og fyrir hvað? Fyrir hvað standa íslenskir stjórnmálamenn? Heimurinn hefur minnkað með tilkomu netsins. Við erum ekki eingöngu borgarar landsins sem við búum í. Við tilheyrum líka alþjóðasamfélaginu og í reynd mannkyninu öllu. Viljið þið verja hagsmuni peninga eða fólks? Þið hafið sagt að ef aðrir bregðist við þjóðarmorðinu á Gaza munuð þið fylgja. Af hverju ekki að taka af skarið og vera boðberar kærleika, friðar og samkenndar. Ekki sveiflast eins og strá í vindi eftir því hvert stærstu hrekkjusvín heimsins blása. Það er ekki svo langt síðan við vorum undir hælnum á annarri þjóð, blessunarlega þurftum við ekki að upplifa þann hrylling sem palestínskt fólk lifir og deyr við. Verið fyrirmyndir ungra íslendinga og fylgið lögum og reglum. Þið krefjist þess af okkur borgurunum og ég krefst þess af ykkur. Þið eruð forsvarsmenn þjóðarinnar. Verum þjóðin sem gerir hlutina öðruvísi, sýnum sjálfstæði og þor. Sýnum samkennd og náungakærleika. Sýnum frumkvæði og búum hinum löndunum sem líka bíða eftir að einhver taki af skarið farveg til að taka afstöðu með börnum, með friði, með mannslífum, gegn þjóðarmorði, gegn spillingu og gegn lögleysu. Virðingarfyllst, Höfundur er manneskja og móðir gegn þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það er erfitt að vera manneskja í þessum heimi þar sem samtíminn er orðinn dystópískur, finnst ykkur það ekki? Fasisminn fer vaxandi og samkennd dvínandi, það hefur verið rannsakað. Ég sé fegurð í heiminum en finn hana ekki, eitthvað er svo ótrúlega skakkt. Við finnum það flest, ekki satt? Allavega þau okkar sem enn hafa samkennd. Ég hélt, eins og margir að þegar það kæmi að börnum, yrði línan dregin. Varla getur fólk horft upp á saklaus börn drepin, svelt, þeim misþyrmt eða þau misnotuð? Í Bandaríkjunum mega háttsettir menn stunda mannsal og nauðga börnum án afleiðinga fyrir þá. Þeir eru jú svo sjarmerandi. Í Ísrael mega menn hunsa alþjóðalög og svelta börn og skjóta þau í höfuðið á færi. Og öll hin löndin sem hafa skuldbundið sig til að halda uppi þessum alþjóðalögum kjósa að líta undan hryllingnum. Án afleiðinga, eða hvað? Hverjar verða afleiðingar þeirrar lögleysu sem viðgengst á alþjóðavettvangi? Hvert verður gjald meðvirkninnar? Mörkin skekkjast meir og meir, ekki bara úti í heimi heldur líka hér heima. Gjaldið mun koma og það verður hátt. Ísrael brýtur ítrekað alþjóðalög, eru yfirlýstir stríðsglæpamenn og fremja þjóðarmorð fyrir allra augum. Það að fólk haldi öðru fram er ekki lengur hægt. Hvernig ráðamenn heimsins fá það af sér að horfa upp á 90 börn vera svelt til dauða í beinni útsendingu meðan matargjafir mygla í tonnavís í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim fær mann til að missa alla trú á mennsku ráðamanna og kerfisins sem við lifum í. Fimmta hvert barn á Gaza þjáist af vannæringu það gera 200.000 börn. En það er ekki bara Ísrael sem brýtur alþjóðalög. Heldur öll þau ríki sem hafa skuldbundið sig til að fylgja Þjóðarmorðssáttmálanum (Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (CPPCG)) sem gerður var að alþjóðalögum 9. desember 1948. Þessi sáttmáli var gerður til þess að forða einmitt því sem á sér stað á Gaza frá því að gerast. Skuldbinding við sáttmálann felur í sér að bregðast við og aðhafast verði maður vitni að eða hafi vitneskju um að viðlíka atburðir séu að eiga sér stað. Ísland, sem aðildaríki að sáttmálanum, ber lagalega skyldu til að aðhafast. Má skilja aðgerðarleysi ykkar sem svo að Íslenskum stjórnvöldum finnist þau eins og bandarískum, rússneskum og ísraelskum stjórnvöldum, hafin yfir alþjóðalög eða stætt á að hunsa þau? Þetta aðgerðarleysi grefur undan stoðum þess reglukerfis sem alþjóðasamfélagið byggir á og smættar gildi alþjóðalaga. Hvers virði eru lög og reglur? Hvernig eigum við borgarar heimsins að hafa trú á kerfinu sem við lifum í þegar ráðamenn hunsa þau lög og reglur sem þeir hafa svarið eið um og skuldbundið sig til að fylgja. Tjáningarfrelsið er orðið misskipt. Almúginn mætir víðsvegar alvarlegum afleiðingum tjái þau sig frjálslega. Á meðan ráðamenn mega tjá sig með hætti sem hingað til hefur verið ástæða til afsagnar þeirra úr starfi. Friðsamlegum mómælendum víðsvegar um heim og hér heima er mætt með ofbeldi sem réttlætt er með gaslýsingum um óréttmæti afstöðu mótmælenda. Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa margir hverjir gert stærri mistök, meira að segja oft og ítrekað. Sumir þeirra hafa framið lögbrot án afleiðinga; hvað þá alvarlegra afleiðinga. Ungur maður slettir málningu á ljósmyndara og þingheimur fer á hliðina. Á Gaza mæta ljósmyndarar og blaðamenn öðru og verra en málningarslettum. Þeir eru pyntaðir og myrtir af Ísraelsher. En það virðist ekki fara jafn mikið fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Kannski er þeim fyrirmunað að setja sig í spor þessa unga manns sem hlaut skjól hér á landi. Þess vegna er málning og glimmer kannski það hræðilegasta sem þeim dettur í hug? Því þau hafa ekki lent í því verra. Á sama tíma og meintur nauðgari og barnaníðingur, yfirlýstur kvenhatari og rasisti vann forsetakosningar í Bandaríkjunum fengum við á Íslandi kvenstjórn. Tveir andstæðir pólar, vona ég. Ég hef oft í gegnum tíðina velt því fyrir mér hvernig málum væri háttað ef heiminum væri stjórnað af konum. Hvort það væri farsælla og því fylltist ég eftirvæntingu að sjá hvort það yrði sannleikurinn. Konur sem ég hitti í kjölfar kosningana, á öllum aldri og úr öllum kimum samfélagsins, upplifðu svipaða eftirvæntingu. Mun það breyta einhverju að konur sitji við stjórnvölinn? Þið, sem vermið æðstu sæti ríkisstjórnar Íslands, af hverju slítið þið ekki stjórnmála og viðskiptasambandi við Ísrael? Hvaða hagsmunum Íslands stafar hætta af þeirri aðgerð? Er Ísland háð meðvirkni með sjarmerandi barnaníðingi, er hann sá sem við viljum ganga í augun á? Og fyrir hvað? Fyrir hvað standa íslenskir stjórnmálamenn? Heimurinn hefur minnkað með tilkomu netsins. Við erum ekki eingöngu borgarar landsins sem við búum í. Við tilheyrum líka alþjóðasamfélaginu og í reynd mannkyninu öllu. Viljið þið verja hagsmuni peninga eða fólks? Þið hafið sagt að ef aðrir bregðist við þjóðarmorðinu á Gaza munuð þið fylgja. Af hverju ekki að taka af skarið og vera boðberar kærleika, friðar og samkenndar. Ekki sveiflast eins og strá í vindi eftir því hvert stærstu hrekkjusvín heimsins blása. Það er ekki svo langt síðan við vorum undir hælnum á annarri þjóð, blessunarlega þurftum við ekki að upplifa þann hrylling sem palestínskt fólk lifir og deyr við. Verið fyrirmyndir ungra íslendinga og fylgið lögum og reglum. Þið krefjist þess af okkur borgurunum og ég krefst þess af ykkur. Þið eruð forsvarsmenn þjóðarinnar. Verum þjóðin sem gerir hlutina öðruvísi, sýnum sjálfstæði og þor. Sýnum samkennd og náungakærleika. Sýnum frumkvæði og búum hinum löndunum sem líka bíða eftir að einhver taki af skarið farveg til að taka afstöðu með börnum, með friði, með mannslífum, gegn þjóðarmorði, gegn spillingu og gegn lögleysu. Virðingarfyllst, Höfundur er manneskja og móðir gegn þjóðarmorði.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun