Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 21:40 Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Sýn Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent