„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 12:46 Deion Sanders var ekki í neinum feluleik þegar hann ræddi veikindi sín opinskátt. Getty/AAron Ontiveroz Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni. Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira