Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 11:07 Þórhildur segir fátt vitað um áhrif samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna. Getty/HR „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna. Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna.
Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira