Íslenski boltinn

KR missir sinn efni­legasta mann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Rafn er hér til vinstri á myndinni.
Alexander Rafn er hér til vinstri á myndinni. Facebook/KR

Hinn stórefnilegi Alexander Rafn Pálmason mun yfirgefa KR í lok leiktíðar.

Hann hefur samið við danska félagið Nordsjælland. Það er bold.dk sem greinir frá.

Þessi 15 ára strákur mun skrifa undir þriggja ára samning en leikmenn yngri en átján mega ekki skrifa undir lengri samninga.

Samkvæmt fréttinni mun Alexander skrifa undir samninginn í næsta mánuði en koma til félagsins næsta vor þegar hann er orðinn 16 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×