Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar 31. júlí 2025 13:32 Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Íslensk tunga Einar Freyr Elínarson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun