Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 08:00 Arne Slot getur ekki kvartað yfir skorti á fé til leikmannakaupa hjá Liverpool í sumar. Robin Jones/Getty Images Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins. Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira