„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 13:31 Martin Hermannsson naut sín með fjölskyldunni í sumar en nú tekur alvaran við. Vísir/Ívar „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. „Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
„Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01