Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:47 Sýn neyðist í bili til að senda út í gegnum boðleiðir Símans samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Fjarskiptastofu. Á mynd er Ibrahima Konaté úr Liverpool sem eru deildarmeistarar. Getty Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. Sýn hf. sendi út fréttatilkynningu síðdegis í dag af tilefni fréttaflutnings mbl.is og vb.is um að verðið á Enska boltanum sé lægra hjá Símanum en hjá Sýn. Fjarskiptastofa komst nýlega að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans — niðurstaða sem Sýn mótmælir. Þar tekur Sýn fram að mikilvægt sé að hafa í huga að pakkarnir sem Síminn býður séu ekki sambærilegir pökkum Sýnar. Hjá Símanum sé eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar Sýn og Sýn Sport og undirstöðvar. Þar fylgi ekki aðgangur að streymisveitunum SÝN+ og Viaplay eða ólínulegu efni frá Sýn Sport sem meðal annars bjóði upp á umfjöllunarþætti og fleira efni. Þá vekur Sýn athygli á að umfjöllun um Enska boltann á Sýn Sport hafi aldrei verið ítarlegri og metnaðarfyllri. Þrátt fyrir ákvörðunina muni Sýn+ og allt ólínulegt efni hverfa af kerfum Símans þann 1. september. Aftur á móti muni línulegu sjónvarpsrásirnar Sýn og Sýn Sport verða áfram í tímabundinni dreifingu á kerfum Símans á meðan fjallað verði um málið hjá viðeigandi stofnunum. Sýn telur niðurstöðu Fjarskiptastofu ekki standast skoðun að félaginu sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Ákvörðunin feli í sér íhlutun stjórnvalds og er til þess fallin að styrkja yfirburðastöðu Símans á kostnað heilbrigðrar samkeppni og nýsköpunar. Sýn sé ekki eingöngu skylt að dreifa sjónvarpsefni sínu í gegnum lokað kerfi samkeppnisaðila heldur beri félagið einnig kostnað af því. Þá fjármuni gæti Sýn notað til að auka samkeppni og efla eigin sjónvarpslausnir. Sýn telur þessa skyldu þjóna fyrst og fremst hagsmunum Símans og hans markaðsráðandi stöðu. Sýn telur að niðurstaða Fjarskiptastofu væri sambærileg því að skylda erlendar streymisveitur, svo sem Netflix, til að dreifa efni sínu til Símans og bera kostnað af því. Vitaskuld hafi slík krafa aldrei verið gerð til erlendra aðila og því með öllu óeðlilegt að gera ríkari kröfur til innlendra aðila. Sýn mun fylgja þessari tímabundnu bráðabirgðaákvörðun Fjarskiptastofu í anda góðrar stjórnsýslu en félagið er henni ósammála í einu og öllu, líkt og áður hefur komið fram. Sýn hefur ákveðið að kæra ákvörðun Fjarskiptastofu um flutningsrétt á sjónvarpsefni til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Sýn telur ákvörðunina í reynd vera íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem skortir lagastoð og brýtur gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Samhliða kærunni mun Sýn fara fram á að úrskurðarnefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar á meðan málið er til meðferðar. Er það gert til að koma í veg fyrir verulegt og óafturkræft tjón fyrir félagið sem hlytist af framkvæmd hinnar ólögmætu ákvörðunar. Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, í tilkynningunni: „Við hjá Sýn teljum þessa niðurstöðu vera verulega óvænta, sérstaklega þar sem hún gengur gegn því sem við teljum eðlilegar leikreglur á markaði. Með þessu er Fjarskiptastofa að styrkja markaðsráðandi stöðu eins fyrirtækis umfram önnur, sem er ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Við hvetjum því alla áskrifendur að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eruð þið að styðja við heilbrigða samkeppni, fjölbreyttara efnisframboð og nýsköpun á íslenskum markaði.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Sýn Síminn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Sýn hf. sendi út fréttatilkynningu síðdegis í dag af tilefni fréttaflutnings mbl.is og vb.is um að verðið á Enska boltanum sé lægra hjá Símanum en hjá Sýn. Fjarskiptastofa komst nýlega að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans — niðurstaða sem Sýn mótmælir. Þar tekur Sýn fram að mikilvægt sé að hafa í huga að pakkarnir sem Síminn býður séu ekki sambærilegir pökkum Sýnar. Hjá Símanum sé eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar Sýn og Sýn Sport og undirstöðvar. Þar fylgi ekki aðgangur að streymisveitunum SÝN+ og Viaplay eða ólínulegu efni frá Sýn Sport sem meðal annars bjóði upp á umfjöllunarþætti og fleira efni. Þá vekur Sýn athygli á að umfjöllun um Enska boltann á Sýn Sport hafi aldrei verið ítarlegri og metnaðarfyllri. Þrátt fyrir ákvörðunina muni Sýn+ og allt ólínulegt efni hverfa af kerfum Símans þann 1. september. Aftur á móti muni línulegu sjónvarpsrásirnar Sýn og Sýn Sport verða áfram í tímabundinni dreifingu á kerfum Símans á meðan fjallað verði um málið hjá viðeigandi stofnunum. Sýn telur niðurstöðu Fjarskiptastofu ekki standast skoðun að félaginu sé skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Ákvörðunin feli í sér íhlutun stjórnvalds og er til þess fallin að styrkja yfirburðastöðu Símans á kostnað heilbrigðrar samkeppni og nýsköpunar. Sýn sé ekki eingöngu skylt að dreifa sjónvarpsefni sínu í gegnum lokað kerfi samkeppnisaðila heldur beri félagið einnig kostnað af því. Þá fjármuni gæti Sýn notað til að auka samkeppni og efla eigin sjónvarpslausnir. Sýn telur þessa skyldu þjóna fyrst og fremst hagsmunum Símans og hans markaðsráðandi stöðu. Sýn telur að niðurstaða Fjarskiptastofu væri sambærileg því að skylda erlendar streymisveitur, svo sem Netflix, til að dreifa efni sínu til Símans og bera kostnað af því. Vitaskuld hafi slík krafa aldrei verið gerð til erlendra aðila og því með öllu óeðlilegt að gera ríkari kröfur til innlendra aðila. Sýn mun fylgja þessari tímabundnu bráðabirgðaákvörðun Fjarskiptastofu í anda góðrar stjórnsýslu en félagið er henni ósammála í einu og öllu, líkt og áður hefur komið fram. Sýn hefur ákveðið að kæra ákvörðun Fjarskiptastofu um flutningsrétt á sjónvarpsefni til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Sýn telur ákvörðunina í reynd vera íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem skortir lagastoð og brýtur gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Samhliða kærunni mun Sýn fara fram á að úrskurðarnefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar á meðan málið er til meðferðar. Er það gert til að koma í veg fyrir verulegt og óafturkræft tjón fyrir félagið sem hlytist af framkvæmd hinnar ólögmætu ákvörðunar. Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, í tilkynningunni: „Við hjá Sýn teljum þessa niðurstöðu vera verulega óvænta, sérstaklega þar sem hún gengur gegn því sem við teljum eðlilegar leikreglur á markaði. Með þessu er Fjarskiptastofa að styrkja markaðsráðandi stöðu eins fyrirtækis umfram önnur, sem er ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Við hvetjum því alla áskrifendur að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eruð þið að styðja við heilbrigða samkeppni, fjölbreyttara efnisframboð og nýsköpun á íslenskum markaði.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Sýn Síminn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira