Sport

Settu Ís­lands­met í síðasta sundinu á HM í Singapúr

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landslið Íslands í skriðsundi. Frá vinstri eru: Guðmundur Leó, Birnir Freyr, Jóhanna Elín og Snæfríður Sól.
Landslið Íslands í skriðsundi. Frá vinstri eru: Guðmundur Leó, Birnir Freyr, Jóhanna Elín og Snæfríður Sól. SSÍ

Landslið Íslands í skriðsundi setti nýtt Íslandsmet í 4x100 metra blönduðu boðsundi á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Singapúr í nótt.

Landsliðið skipuðu þau Birnir Freyr Hálfdánarson, Guðmundur Leó Rafnsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.

Þau syntu á 3:34,56 mínútum og bættu fyrra Íslandsmetið um fjórar sekúndur.

Frábær árangur sem skilaði 20. sæti af 33 þjóðum sem tóku þátt.

Þar með hefur íslenska sundfólkið allt lokið keppni á heimsmeistaramótinu í Singapúr og snúa nú heim reynslunni ríkari en við tekur kærkomið sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×