„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 18:56 Mikael Breki skiljanlega í skýjunum með mark fyrir uppeldisklúbbinn. Vísir / Diego Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“ KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira