Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2025 10:49 Það verður líklega ekki öngþveiti neins staðar í dag vegna þess hve margar verslanir eru opnar. Vísir/Rúnar Gegnum tíðina hafa verslunarmenn yfirleitt lokað verslunum sínum á frídegi verslunarmanna en sú venja virðist á undanhaldi. Bónus lokar öllum verslunum sínum í dag en flestar aðrar matvöruverslanir eru með venjulegan opnunartíma. Fréttastofa hugðist taka saman opnunartíma matvöruverslana hér að neðan svo fólk myndi ekki lenda í neinum vandræðum með innkaupin eftir helgina. Raunin er þó að flestir verslunarmenn hafa ákveðið að halda matvöruverslunum sínum opnum. Bónus Allar verslanir Bónus verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, alls staðar á landinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Bónus en þar segir einnig að lokað hafi verið í Kringlunni í gær, sunnudaginn 3. ágúst. „Bónus virðir frídag verslunarmanna,“ segir á vefsíðunni. Krónan Krónan greindi frá því á Facebook-síðu sinni á föstudag að allar verslanir Krónunnar yrðu opnar yfir Verslunarmannahelgina og á mánudag. „Góða skemmtun um verslunarmannahelgina! Það er opið í öllum verslunum Krónunnar um helgina og á mánudag!“ sagði í tilkynningunni. Prís Lágvöruverslunin Prís á Smáratorgi verður lokuð í dag. Nettó Nettó var með hefðbundna opnunartíma yfir Verslunarmannahelgina og verða með opið í dag í öllum verslunum sínum. Krambúðin Krambúðin, sem er í eigu Samkaupa eins og Nettó, verður einnig með opið í verslunum sínum í dag, alveg eins og síðustu tvo daga. Kjörbúðin Sextán verslanir Kjörbúðarinnar vítt og breitt um landið eru allar opnar milli klukkan 12 og 17 í dag. Hagkaup Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni, Eiðistorgi og Akureyri voru opnar um helgina og verða það jafnframt í dag. Verslanir Hagkaupa í Smáralind og Kringlunni verða hins vegar lokaðar í dag, rétt eins og í gær. Verslun Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslunarmannahelgin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Fréttastofa hugðist taka saman opnunartíma matvöruverslana hér að neðan svo fólk myndi ekki lenda í neinum vandræðum með innkaupin eftir helgina. Raunin er þó að flestir verslunarmenn hafa ákveðið að halda matvöruverslunum sínum opnum. Bónus Allar verslanir Bónus verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, alls staðar á landinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Bónus en þar segir einnig að lokað hafi verið í Kringlunni í gær, sunnudaginn 3. ágúst. „Bónus virðir frídag verslunarmanna,“ segir á vefsíðunni. Krónan Krónan greindi frá því á Facebook-síðu sinni á föstudag að allar verslanir Krónunnar yrðu opnar yfir Verslunarmannahelgina og á mánudag. „Góða skemmtun um verslunarmannahelgina! Það er opið í öllum verslunum Krónunnar um helgina og á mánudag!“ sagði í tilkynningunni. Prís Lágvöruverslunin Prís á Smáratorgi verður lokuð í dag. Nettó Nettó var með hefðbundna opnunartíma yfir Verslunarmannahelgina og verða með opið í dag í öllum verslunum sínum. Krambúðin Krambúðin, sem er í eigu Samkaupa eins og Nettó, verður einnig með opið í verslunum sínum í dag, alveg eins og síðustu tvo daga. Kjörbúðin Sextán verslanir Kjörbúðarinnar vítt og breitt um landið eru allar opnar milli klukkan 12 og 17 í dag. Hagkaup Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni, Eiðistorgi og Akureyri voru opnar um helgina og verða það jafnframt í dag. Verslanir Hagkaupa í Smáralind og Kringlunni verða hins vegar lokaðar í dag, rétt eins og í gær.
Verslun Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslunarmannahelgin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira