Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Sem stendur getur Chelsea stillt upp þremur 11 manna liðum og samt verið með varamenn. David Ramos/Getty Images Það virðist ekkert getað stöðvað enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea í að kaupa alla leikmenn Evrópu sem eru 23 ára eða yngri. Að öllu gríni slepptu hefur Chelsea verið virkilega duglegt á leikmannamarkaðinum og er til alls líklegt í vetur. Á sínu fyrsta tímabili með Chelsea endaði lið Enzo Maresca í 4. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá stóð liðið uppi sem Sambandsdeildarmeistari. Það er ljóst að Enzo og forráðamenn félagsins ætla að byggja ofan á þennan árangur. Segja má að félagið sé með skýra sýn en það hefur eingöngu sótt leikmenn sem eru 23 ára eða yngri. Á vef Transfermarkt má finna lista yfir þá leikmenn sem félagið hefur sótt til þessa. Þeir eru eftirfarandi: João Pedro (23 ára) frá Brighton & Hove Albion Jamie Gittens (20) frá Borussia Dortmund Jorrel Hato (18) frá Ajax Liam Delap (22) frá Ipswich Town Estêvão (18) frá Palmeiras Dário Essugo (20) frá Sporting Lissabon Mamadou Sarr (19) frá Strasbourg (Lánaður til baka) Kendry Paez (18) frá Independiente (Lánaður til baka) Þá verður ekki annað sagt en liðið hafi verið duglegt að losa sig við leikmenn og enn er fjöldi orðaður frá félaginu. Það breytir því ekki að leikmannahópur liðsins er gríðarlega fjölmennur og helsta verkefni Enzo gæti verið að halda öllum ánægðum. Þá hefur félagði verði orðað við Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United. Það virðist líklegra heldur en ekki að sá endi í Lundúnum á endanum. Leikmannahópurinn Sem stendur er Robert Sánchez (27) aðalmarkvörður en hann missti sæti sitt um tíma á síðustu leiktíð. Daninn Filip Jörgensen (23) er varamarkvörður og það virðist sem Gabriel Slonina muni sinna starfi þriðja markvarðar á komandi tímabili. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig varnarlínan muni líta út en reikna má með að Reece James, Marc Cucurella, Levi Colwill verði í stórum hlutverkum. Þar á eftir verður hörð barátta um sæti í liðinu. Reece James er fyrirliði Chelsea.David Ramos/Getty Images Þeir Ben Chilwell og Axel Disasi voru á láni hjá Crystal Palace og Aston Villa á síðustu leiktíð en eru enn í leikmannahópi liðsins. Aðrir varnarmenn sem stendur eru: Jorrel Hato, Alfie Gilchrist, Tosin, Benoît Badiashile, Trevoh Chalobah, Malo Gusto, Wesley Fofana, Aarón Anselmino og Josh Acheampong. Á miðjunni er svipað vandamál uppi á teningnum. Fyrirliðinn Enzo Fernández verður án efa í aðalhlutverki þrátt fyrir að daðra við Real Madríd í sumar. Hinn stórskemmtilegi Cole Palmer verður einnig á sínum stað og þá má reikna með eða Moisés Caicedo eða Roméo Lavia sjái til þess að léttleikandi miðjumenn njóti sín. Mykhalo Mudryk er skráður sem leikmaður liðsins en hann hefur verið dæmdur í lyfjabann og verður að teljast ólíklegt að hann komi við sögu. Þá er Kiernan Dewsbury-Hall er á leið til Everton, Carney Chukwuemeka er orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð og Lesley Ugochukwu er svo að ganga í raðir Burnley. Aðrir miðjumenn eru Dário Essugo, Andrey Santos og Omari Kellyman. Segja má að staðan á miðju liðsins sé því nokkuð þunn en fjöldi framherja bætir það upp. Þar er í raun úr of mörgum að velja. Hinn 23 ára gamli Pedro verður eflaust í stóru hlutverki ásamt nafna sínum Pedro Neto. Þá hefur Delap eflaust verið lofað mínútum sem og Gittens sem kom frá Dortmund. Framherjinn Armando Broja á leið til Burnley líkt og Ugochukwu. Raheem Sterling er enn leikmaður Chelsea en félagið vill ekkert með hann hafa. Bæði Nicolas Jackson og Christopher Nkunku hafa verið orðaðir við önnur félög. Aðrir framherjar liðsins eru svo sem stendur Estêvão, Tyrique George og Marc Guiu. Sem stendur telur leikmannahópur liðsins á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar 39 leikmenn. Reikna má með að hópurinn verði talsvert minni þegar tímabilið hefst en engu að síður þurfa forráðamenn liðsins að hafa hraðar hendur ætli þeir ekki að enda með fjölda óhamingjusamra leikmanna. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Á sínu fyrsta tímabili með Chelsea endaði lið Enzo Maresca í 4. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá stóð liðið uppi sem Sambandsdeildarmeistari. Það er ljóst að Enzo og forráðamenn félagsins ætla að byggja ofan á þennan árangur. Segja má að félagið sé með skýra sýn en það hefur eingöngu sótt leikmenn sem eru 23 ára eða yngri. Á vef Transfermarkt má finna lista yfir þá leikmenn sem félagið hefur sótt til þessa. Þeir eru eftirfarandi: João Pedro (23 ára) frá Brighton & Hove Albion Jamie Gittens (20) frá Borussia Dortmund Jorrel Hato (18) frá Ajax Liam Delap (22) frá Ipswich Town Estêvão (18) frá Palmeiras Dário Essugo (20) frá Sporting Lissabon Mamadou Sarr (19) frá Strasbourg (Lánaður til baka) Kendry Paez (18) frá Independiente (Lánaður til baka) Þá verður ekki annað sagt en liðið hafi verið duglegt að losa sig við leikmenn og enn er fjöldi orðaður frá félaginu. Það breytir því ekki að leikmannahópur liðsins er gríðarlega fjölmennur og helsta verkefni Enzo gæti verið að halda öllum ánægðum. Þá hefur félagði verði orðað við Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United. Það virðist líklegra heldur en ekki að sá endi í Lundúnum á endanum. Leikmannahópurinn Sem stendur er Robert Sánchez (27) aðalmarkvörður en hann missti sæti sitt um tíma á síðustu leiktíð. Daninn Filip Jörgensen (23) er varamarkvörður og það virðist sem Gabriel Slonina muni sinna starfi þriðja markvarðar á komandi tímabili. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig varnarlínan muni líta út en reikna má með að Reece James, Marc Cucurella, Levi Colwill verði í stórum hlutverkum. Þar á eftir verður hörð barátta um sæti í liðinu. Reece James er fyrirliði Chelsea.David Ramos/Getty Images Þeir Ben Chilwell og Axel Disasi voru á láni hjá Crystal Palace og Aston Villa á síðustu leiktíð en eru enn í leikmannahópi liðsins. Aðrir varnarmenn sem stendur eru: Jorrel Hato, Alfie Gilchrist, Tosin, Benoît Badiashile, Trevoh Chalobah, Malo Gusto, Wesley Fofana, Aarón Anselmino og Josh Acheampong. Á miðjunni er svipað vandamál uppi á teningnum. Fyrirliðinn Enzo Fernández verður án efa í aðalhlutverki þrátt fyrir að daðra við Real Madríd í sumar. Hinn stórskemmtilegi Cole Palmer verður einnig á sínum stað og þá má reikna með eða Moisés Caicedo eða Roméo Lavia sjái til þess að léttleikandi miðjumenn njóti sín. Mykhalo Mudryk er skráður sem leikmaður liðsins en hann hefur verið dæmdur í lyfjabann og verður að teljast ólíklegt að hann komi við sögu. Þá er Kiernan Dewsbury-Hall er á leið til Everton, Carney Chukwuemeka er orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð og Lesley Ugochukwu er svo að ganga í raðir Burnley. Aðrir miðjumenn eru Dário Essugo, Andrey Santos og Omari Kellyman. Segja má að staðan á miðju liðsins sé því nokkuð þunn en fjöldi framherja bætir það upp. Þar er í raun úr of mörgum að velja. Hinn 23 ára gamli Pedro verður eflaust í stóru hlutverki ásamt nafna sínum Pedro Neto. Þá hefur Delap eflaust verið lofað mínútum sem og Gittens sem kom frá Dortmund. Framherjinn Armando Broja á leið til Burnley líkt og Ugochukwu. Raheem Sterling er enn leikmaður Chelsea en félagið vill ekkert með hann hafa. Bæði Nicolas Jackson og Christopher Nkunku hafa verið orðaðir við önnur félög. Aðrir framherjar liðsins eru svo sem stendur Estêvão, Tyrique George og Marc Guiu. Sem stendur telur leikmannahópur liðsins á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar 39 leikmenn. Reikna má með að hópurinn verði talsvert minni þegar tímabilið hefst en engu að síður þurfa forráðamenn liðsins að hafa hraðar hendur ætli þeir ekki að enda með fjölda óhamingjusamra leikmanna. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira