Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar