Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Elísa Kristinsdóttir var stjarnan eftir frábæra og sögulega frammistöðu i Gyðjunni. Hún hljóp hundrað kílómetra á mettíma. @sulurvertical Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical) Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical)
Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira