Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Frjálsíþróttakonan Amalie Iuel með barnið sitt Stom. @amalieiuel Frjálsíþróttakonur þurfa hér eftir að gangast undir kynjapróf, svokallað genapróf, til að fá keppnisrétt á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum í framtíðinni. Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira