Lars sendi kveðju til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:02 Lars Lagerbäck á hækjum út í garði og svo þegar hann stýrði íslenska landsliðinu í síðasta skiptið á EM 2016. @valurfótbolti/Getty/Michael Regan Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var að aflýsa ferð til Íslands eftir að hafa orðið fyrir slysi í garðinum sínum. Hann lofar að bæta ungum Valsmönnum það upp. Lagerbäck fór úr mjaðmarlið, þurfti tafarlaust að fara í aðgerð, og gat því ekki þjálfað í Valsakademíunni í ár. Hann ætlaði þar að þjálfa með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands og fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og þeir þar með að endurnýja samstarf sitt frá því að þeir komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu. Lars sendi kveðju til Íslands sem birtist á miðlum Valsmanna og sjá má hér fyrir neðan. „Halló allir í Val. Ég vil senda ykkur smá skilaboð frá Svíþjóð,“ byrjaði Lars þar sem hann stóð með hækjurnar sínar á veröndinni fyrir utan húsið sitt. „Þetta er kveðja frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér í formi. Mér þykir það svo leitt að geta ekki komið til Íslands því ég hlakkaði mikið að sjá ykkur öll í Val og líka til að koma aftur til Íslands. Ég ætlað að hitta þar fullt af vinum mínum,“ sagði Lars. „Ég vil koma aftur, kannski á næsta ári eða jafnvel seinna á þessu ári. Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hlakka til þess. Ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur,“ sagði Lars. „Allir þjálfarar og allir leikmenn í Val. Haldið áfram að leggja ykkur fram við æfingar og vonandi sé ég fullt af leikmönnum úr Val spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni,“ sagði Lars og endaði auðvitað á íslensku: „Áfram Ísland,“ sagði Lars. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) Landslið karla í fótbolta Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Lagerbäck fór úr mjaðmarlið, þurfti tafarlaust að fara í aðgerð, og gat því ekki þjálfað í Valsakademíunni í ár. Hann ætlaði þar að þjálfa með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands og fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og þeir þar með að endurnýja samstarf sitt frá því að þeir komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu. Lars sendi kveðju til Íslands sem birtist á miðlum Valsmanna og sjá má hér fyrir neðan. „Halló allir í Val. Ég vil senda ykkur smá skilaboð frá Svíþjóð,“ byrjaði Lars þar sem hann stóð með hækjurnar sínar á veröndinni fyrir utan húsið sitt. „Þetta er kveðja frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér í formi. Mér þykir það svo leitt að geta ekki komið til Íslands því ég hlakkaði mikið að sjá ykkur öll í Val og líka til að koma aftur til Íslands. Ég ætlað að hitta þar fullt af vinum mínum,“ sagði Lars. „Ég vil koma aftur, kannski á næsta ári eða jafnvel seinna á þessu ári. Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hlakka til þess. Ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur,“ sagði Lars. „Allir þjálfarar og allir leikmenn í Val. Haldið áfram að leggja ykkur fram við æfingar og vonandi sé ég fullt af leikmönnum úr Val spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni,“ sagði Lars og endaði auðvitað á íslensku: „Áfram Ísland,“ sagði Lars. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti)
Landslið karla í fótbolta Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira