Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:30 Þór Pálsson er framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem keypti rekstur Kvikmyndaskólans. Skólinn hefur verið færður af Suðurlandsbraut í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Aðsend/Vilhelm Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir