Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 18:51 Kristrún Frostadóttir segir tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart Íslandi vonbrigði. Stjórnvöld þrýsti á um fund sem fyrst. Enn sé óljóst hvort Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Vísir Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira