Trump-tollarnir hafa tekið gildi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 06:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill meina að önnur ríki hafi komið fram við Bandaríkin á óréttlátan hátt í milliríkjaviðskiptum. Þess vegna hafi hann komið tollunum á. EPA Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. „Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
„Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31