„Ég var í smá sjokki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Amin Cosic, leikmaður KR. Vísir/Ívar „Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta. Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira