Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 15:51 Farþegar bílsins höfðu komið sér fyrir á þakinu þegar björgunarsveit bar að garði. Landsbjörg Gærdagurinn var annasamur fyrir björgunarsveitir á landinu, sem sinntu samtals fimm útköllum víðs vegar um landið. Í einu þeirra hafði jeppi með þremur innanborðs fests í Jökulsá í Lóni, sem björgunarsveitarmenn toguðu upp úr ánni. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira