Enska augnablikið: AGUERO!! Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Mark Aguero sem tryggði titilinn markaði upphaf City-liðsins sem við þekkjum í dag samkvæmt Arnari. Vísir/Getty Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. „Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Sjá meira
„Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Sjá meira
Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00