Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 23:31 Ekki lengur fyrirliði. AP Photo/Manu Fernandez Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Nú hefur fyrirliðabandið verið tekið af honum, allavega um tíma. Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira