Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 19:13 Vísir/Samsett Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira