Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun