Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 15:00 Kjartan Henry var hugsað til van Persie þegar hann skoraði frægt mark í Vestmannaeyjum sumarið 2014. Samsett/Vísir/Getty Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Sjá meira
Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Sjá meira
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03