Innlent

Mikill meiri­hluti hefur á­hyggjur af stríðs­á­tökum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Konur hafa samkvæmt skoðanakönnun meiri áhyggjur af auknum stríðsátökum í heiminum en karlar. 
Konur hafa samkvæmt skoðanakönnun meiri áhyggjur af auknum stríðsátökum í heiminum en karlar.  Vísir/Vilhelm

Stór hluti Íslendinga hefur áhyggjur af því að stríðsátök muni aukast í heiminum á næstu dögum. Þá hafa fleiri konur en karlar áhyggjur af auknum stríðsátökum. 

Í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 1. til 21. júlí 2025 voru þátttakendur spurðir: Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af því að stríðsátök muni aukast í heiminum á næstu árum?

Af þeim sem tóku afstöðu hefur 81 prósent miklar áhyggjur af því að stríðsátök muni aukast í heiminum á næstu árum, 12 prósent hafa hvorki miklar eða litlar áhyggjur og 7% hafa litlar áhyggjur.

Marktækur munur er á skoðunum eftir kynjum en 88 prósent kvenna lýstu yfir miklum áhyggjum af auknum stríðsátökum, samanborið við 74 prósent karla. 

Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×