Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:32 Marit Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist Rúnarsdóttir var ekki eins sannfærð. Vísir/Diego/Sýn Sport Bestu mörkin tóku fyrir umdeilda dóma í leik Þróttar og Víkings í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Norski dómarinn Marit Skurdal hafði í nægu að snúast í leiknum og hártog þýddi bara eitt í hennar augum. „Svona er lífið stundum. Það er erfitt að vera dómari,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hún og sérfræðingarnir ræddu tvö brot á leikmönnum Víkings sem Skurdal dæmdi ekki á og Víkingar voru mjög ósáttir með. Falleg stund Mist Rúnarsdóttir hrósaði samt Þrótturum fyrir tvennt. Bæði aðstoðaði sjúkraþjálfari þeirra leikmann Víkings þegar það voru tveir Víkingar meiddir á sama tíma eftir fyrrnefnd brot og svo biðu Þróttarar eftir því að þessir tveir leikmenn kæmu aftur inn á völlinn svo að Víkingur væri ekki níu á móti ellefu. „Þetta var svona falleg stund,“ sagði Mist. Þróttur endaði leikinn samt tíu á móti ellefu. Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist varði hins vegar hártog Þróttarakonunnar og segir að hún hefði átt frekar að fá bara gult spjald. Klippa: Ræddu brot, hártog og rautt spjald í leik Þróttar og Víkings „Maður er svolítið fastur í þeirri pælingu að hártog sé beint rautt en,“ sagði Mist en Helena skaut inn i: „Það er tísku svolítið.“ Mist hélt áfram: Lá yfir reglunum „Hún ætlar að toga í treyjuna á henni en togar í hárið á henni aðeins. Ég lá yfir reglunum af því að mér fannst þetta áhugavert. Ég var föst á því þegar ég var að lýsa að þetta er bara rautt,“ sagði Mist. „Þetta er ekki fólskulegt. Þetta er meira það sem kallast skeytingarlaust. Hún er ekki að reyna að meiða og síðasta manneskjan væri þá fyrri liðsfélagi hennar Linda Líf,“ sagði Mist. „Ef þetta er skeytingarlaust þá er það þegar þú ert ekki að pæla í hugsanlegum afleiðingum og þá áttu að fá áminningu. Svo er það heiftarlegt brot ef þú ert að beita óþarfa afli og ógna öryggi hans og þá á að reka út af,“ sagði Mist en viðurkenndi þó að það mætti alveg fabúlera með þetta fram og til baka. Ekki viljandi hártog „Ég er alveg hundrað prósent á því að þetta er ekki viljandi hártog hjá Sóleyju Maríu. Ég skil alveg að dómarinn hafi lyft rauðu þó að það sé kannski hart,“ sagði Mist. Svo er það spurning um leikbannið og hvort það verður meira en einn leikur. Elaina Carmen, markvörður Fram, fékk tveggja leikja bann fyrir hártog sem hún slapp með, í einmitt leik á móti Þrótti. Verður Sóley María þá dæmd í tveggja leikja bann líka eða sleppur hún með einn leik? Það má horfa á alla umræðuna um brotin, hártogið og rauða spjaldið hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Svona er lífið stundum. Það er erfitt að vera dómari,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hún og sérfræðingarnir ræddu tvö brot á leikmönnum Víkings sem Skurdal dæmdi ekki á og Víkingar voru mjög ósáttir með. Falleg stund Mist Rúnarsdóttir hrósaði samt Þrótturum fyrir tvennt. Bæði aðstoðaði sjúkraþjálfari þeirra leikmann Víkings þegar það voru tveir Víkingar meiddir á sama tíma eftir fyrrnefnd brot og svo biðu Þróttarar eftir því að þessir tveir leikmenn kæmu aftur inn á völlinn svo að Víkingur væri ekki níu á móti ellefu. „Þetta var svona falleg stund,“ sagði Mist. Þróttur endaði leikinn samt tíu á móti ellefu. Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist varði hins vegar hártog Þróttarakonunnar og segir að hún hefði átt frekar að fá bara gult spjald. Klippa: Ræddu brot, hártog og rautt spjald í leik Þróttar og Víkings „Maður er svolítið fastur í þeirri pælingu að hártog sé beint rautt en,“ sagði Mist en Helena skaut inn i: „Það er tísku svolítið.“ Mist hélt áfram: Lá yfir reglunum „Hún ætlar að toga í treyjuna á henni en togar í hárið á henni aðeins. Ég lá yfir reglunum af því að mér fannst þetta áhugavert. Ég var föst á því þegar ég var að lýsa að þetta er bara rautt,“ sagði Mist. „Þetta er ekki fólskulegt. Þetta er meira það sem kallast skeytingarlaust. Hún er ekki að reyna að meiða og síðasta manneskjan væri þá fyrri liðsfélagi hennar Linda Líf,“ sagði Mist. „Ef þetta er skeytingarlaust þá er það þegar þú ert ekki að pæla í hugsanlegum afleiðingum og þá áttu að fá áminningu. Svo er það heiftarlegt brot ef þú ert að beita óþarfa afli og ógna öryggi hans og þá á að reka út af,“ sagði Mist en viðurkenndi þó að það mætti alveg fabúlera með þetta fram og til baka. Ekki viljandi hártog „Ég er alveg hundrað prósent á því að þetta er ekki viljandi hártog hjá Sóleyju Maríu. Ég skil alveg að dómarinn hafi lyft rauðu þó að það sé kannski hart,“ sagði Mist. Svo er það spurning um leikbannið og hvort það verður meira en einn leikur. Elaina Carmen, markvörður Fram, fékk tveggja leikja bann fyrir hártog sem hún slapp með, í einmitt leik á móti Þrótti. Verður Sóley María þá dæmd í tveggja leikja bann líka eða sleppur hún með einn leik? Það má horfa á alla umræðuna um brotin, hártogið og rauða spjaldið hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira