Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar 11. ágúst 2025 13:30 Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur. Þetta samtal um „vitlausu ferðamennina“ er sérkennilegt af of mörgum ástæðum. Til dæmis hefur verið skautað full hratt yfir þá staðreynd að viðvörunarskilti sem miðlar upplýsingum um alvarlega hættu til gesta í Reynisfjöru, lá niðri. Hvernig á fólk að meðtaka upplýsingar á mikilvægum viðvörunraskiltum sem eru ekki sýnileg? Margir helstu fjölmiðla landsins sneiða fram hjá þeirri staðreynd að tiltölulega nýtt viðvörunarskilti hafði fokið burt og því rangt og ósanngjarnt gagnvart foreldrum stúlkunnar sem lést í Reynisfjöru að tala almennt um ferðamenn sem hlusti ekki né taki mark á leiðbeiningum. Annað sem vakti athygli mína er skortur á samtali varðandi hvers vegna viðvörunarskilti lá niðri. Öll íslensk mannvirki eiga samkvæmt lögum að þola íslenskar veðuraðstæður, flest mannvirki gera það enda. Var skiltið hannað (burðarþolshannað) upphaflega í samræmi við gildandi regluverk? Var eðlilega staðið að framkvæmdinni? Hver ber ábyrgð á augljósum tæknilegum galla í burðarkerfi mikilvægs viðvörunarskiltis, sem fauk í vondu veðri? Á Íslandi gilda lög um hönnun mannvirkja sem ber að hanna með tilliti til evrópskra hönnunarstaðla og tilheyrandi þjóðarskjala. Í þjóðarskjölum er tekið tillit til staðbundinna aðstæðna, s.s. vinds, landyfirborðs og staðsetningar og jafnvel jarðskjálfta. Það liggur fyrir að lögum var ekki fylgt við hönnun og/eða framkvæmd um uppsetningu viðvörunarskiltis. Ég blanda mér ekki í lögfræðilegt samtal um mannréttindi, réttindi og skyldur opinberra aðila almennt gagnvart öðrum þjóðum, en mannvirki sem fjúka eru afar sterk vísbending um að lögum hafi ekki verið fylgt. Afleiðingarnar eru skýrar. Umræðan virðist mér enn á nokkrum villigötum þegar kemur að viðbragði ábyrgðaraðila eftir að viðvörunarskiltið fauk - þetta í raun grundvallar öryggisþáttur. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að viðvörunarskiltið hafi legið niðri vikum saman, en skv. leiðsögufólki sem kemur reglulega í Reynisfjöru hafði viðvörunraskiltið legið niðri í fjóra mánuði. Nokkrir dagar jafnvel klukkustundir eru langur tími þegar svo alvarleg hætta er á ferðum sem raun ber ítrekað vitni um. Fyrsta eðlilega öryggisráðstöfunin hefði verið að loka aðgengi að fjörunni þar til nýtt viðvörunarskilti hefði verið sett upp. Þetta var ekki gert, hvers vegna var aðgengi að fjörunni ekki lokað strax eftir að skiltið fauk? Reynisfjara er ekki eins og hver önnur íslensk fjara - ekki eins og bjargbrún sem fólk sér og getur valið að passa sig á - aldan í fjörunni hegðar sér óvenjulega. Þannig er hættan í fjörunni leynd og ólík öðrum fjörum í því hvernig sjórinn gengur skyndilega upp á sandinn. Það er engin leið fyrir fólk sem hefur ekki séð það með eigin augum að átta sig á því hve hættuleg þessi einstaka fjara er í raun. Ég hef séð marga detta í Reynisfjöru, vegna skyndilegs áhlaups öldunnar upp á sandinn, það þarf ekki sérstakt óveður til né þarf að ganga alveg að fjöruborðinu. Fólk telur sig halda góðri fjarlægð, en svo verður skyndileg hraðabreyting á öldunni og hún kýlist á örskotsstundu langt upp á sandinn. Í verkfræði þekkist það að beita ákveðinni öryggishugsun, bæði í hönnun og stjórnun, enda hefur líf fólks forgang umfram allt annað (sbr. lög/evrópustaðlar um umhverfi og mannvirki). Öryggishugsun snýst um að setja öryggi í forgang - þá þannig að á því sé enginn vafi - og varðar í raun allar ákvarðarnir bæði í stóru og smáu, í gegnum allt ferli hönnunar, framleiðslu og framkvæmda. Lokun Reynisfjöru hefði án efa flýtt mjög fyrir hönnun og framkvæmd um uppsetningu nýs viðvörunarskiltis - einföld ákvörðun í þágu almannaöryggis. Viðvörunarskilti er mannvirki sem lýtur lögum um hönnun mannvirkja. Tökum dæmi af öðru sambærilegu: Brýr fyrir bíla eru mannvirki sem lúta sömu lögum um hönnun, öryggi og frágang (sem og vegurinn sjálfur, angi af öðrum sambærilegum málium). Ef brú hrynur eða er metin ótrygg er veginum að henni lokað. Við bíðum ekki eftir því að næsti bíll aki beint fram af og inn í dauðann, umferð er beint annað og viðkomandi vegi haldið lokuðum þar til ný örugg brú hefur verið byggð. Þegar náttúarn ræðst að brúm, vegum og öðrum mannanna verkum og tekur þau úr umferð, er fyrsta rökrétta öryggisráðstöfun umsjónaraðila að loka á umferð þegar hætta skapast af því. Fleira vekur upp spurningar um öryggismál í Reynisfjöru. Sjónarvottar að slysinu hafa látið hafa eftir sér að reipi í björgunarbúnaði hafi verið samanhnýtt, að reipið sjálft hafi verið lítið burðugt (of mjótt) og myndi nær örugglega slitna strax, ef það hefði þá verið mögulegt að koma björgunarbúnaði út, sem reyndist ekki vera. Reipi þarf svo sem ekki að vera þykkt til að vera sterkt, en samanhnýting reipis bendir til að það hafi slitnað og ekki verið lagað/endurnýjað. Hvernig var þetta hugsað? Björgunarbúnaður í Reynisfjöru virðist ekki hafa virkað, var hann prófaður eða yfirfarinn? Þeir sem starfa að öryggismálum vita að björgunarbúnaður þarf að vera í lagi þegar á reynir. Það er vont að lesa um það að níu ára stúlka hafi verið búin að halda sér á floti í tuttugu mínútur í öldurótinu, fjaran full af fólki, ekkert hægt að gera? Get ekki fallist á að það sé eðlilegt, í öllu falli þarf að spyrja hvort búnaður hafi verið af réttri gerð. Það er ekki nóg að kaupa björgunarbúnað (þó hann sé „staðlaður“), hann verður að virka í aðstæðunum sem hann á að notast í. Og það þarf að vera til staðar vitneskja og þjálfun í notkun búnaðarins. Oftast þarf að aðlaga staðlaðar lausnir sem koma erlendis frá að íslenskum aðstæðum, mjög oft þarf sérlausnir. Hvernig fór þessi vinna um val, hönnun og uppsetningu björgunarbúnaðar fram? Öryggishugsun, eftirfylgni, verkefnisstjórnun, regluverk um mannvirki, viðhald, eftirlit og prófanir, þetta virðist allt hafa verið í ólagi í Reynisfjöru. Það sem stuðar mig töluvert í þessu samtali þjóðarinnar um málið (banaslys ungrar stúlku) er viljinn til þess að skauta fram hjá mikilvægum meginatriðum og fara beint í eitthvert almennt samtal um náttúru Íslands og ferðaþjónustuna. Ásakanir þess efnis að ferðamenn fylgi ekki öryggisleiðbeiningum sem fjúka í íslenskum veðrum, eru ekki settar upp aftur og eru þar með ekki sýnilegar neinum, hlýtur að vera umræða á villigötum. Þá er öryggisbúnaður sem ekki virkar jafnvel hættulegri en enginn, því hann gefur fyrirheit um öryggi tengt viðbragði sem er svo ekki til staðar þegar á reynir. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur. Þetta samtal um „vitlausu ferðamennina“ er sérkennilegt af of mörgum ástæðum. Til dæmis hefur verið skautað full hratt yfir þá staðreynd að viðvörunarskilti sem miðlar upplýsingum um alvarlega hættu til gesta í Reynisfjöru, lá niðri. Hvernig á fólk að meðtaka upplýsingar á mikilvægum viðvörunraskiltum sem eru ekki sýnileg? Margir helstu fjölmiðla landsins sneiða fram hjá þeirri staðreynd að tiltölulega nýtt viðvörunarskilti hafði fokið burt og því rangt og ósanngjarnt gagnvart foreldrum stúlkunnar sem lést í Reynisfjöru að tala almennt um ferðamenn sem hlusti ekki né taki mark á leiðbeiningum. Annað sem vakti athygli mína er skortur á samtali varðandi hvers vegna viðvörunarskilti lá niðri. Öll íslensk mannvirki eiga samkvæmt lögum að þola íslenskar veðuraðstæður, flest mannvirki gera það enda. Var skiltið hannað (burðarþolshannað) upphaflega í samræmi við gildandi regluverk? Var eðlilega staðið að framkvæmdinni? Hver ber ábyrgð á augljósum tæknilegum galla í burðarkerfi mikilvægs viðvörunarskiltis, sem fauk í vondu veðri? Á Íslandi gilda lög um hönnun mannvirkja sem ber að hanna með tilliti til evrópskra hönnunarstaðla og tilheyrandi þjóðarskjala. Í þjóðarskjölum er tekið tillit til staðbundinna aðstæðna, s.s. vinds, landyfirborðs og staðsetningar og jafnvel jarðskjálfta. Það liggur fyrir að lögum var ekki fylgt við hönnun og/eða framkvæmd um uppsetningu viðvörunarskiltis. Ég blanda mér ekki í lögfræðilegt samtal um mannréttindi, réttindi og skyldur opinberra aðila almennt gagnvart öðrum þjóðum, en mannvirki sem fjúka eru afar sterk vísbending um að lögum hafi ekki verið fylgt. Afleiðingarnar eru skýrar. Umræðan virðist mér enn á nokkrum villigötum þegar kemur að viðbragði ábyrgðaraðila eftir að viðvörunarskiltið fauk - þetta í raun grundvallar öryggisþáttur. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að viðvörunarskiltið hafi legið niðri vikum saman, en skv. leiðsögufólki sem kemur reglulega í Reynisfjöru hafði viðvörunraskiltið legið niðri í fjóra mánuði. Nokkrir dagar jafnvel klukkustundir eru langur tími þegar svo alvarleg hætta er á ferðum sem raun ber ítrekað vitni um. Fyrsta eðlilega öryggisráðstöfunin hefði verið að loka aðgengi að fjörunni þar til nýtt viðvörunarskilti hefði verið sett upp. Þetta var ekki gert, hvers vegna var aðgengi að fjörunni ekki lokað strax eftir að skiltið fauk? Reynisfjara er ekki eins og hver önnur íslensk fjara - ekki eins og bjargbrún sem fólk sér og getur valið að passa sig á - aldan í fjörunni hegðar sér óvenjulega. Þannig er hættan í fjörunni leynd og ólík öðrum fjörum í því hvernig sjórinn gengur skyndilega upp á sandinn. Það er engin leið fyrir fólk sem hefur ekki séð það með eigin augum að átta sig á því hve hættuleg þessi einstaka fjara er í raun. Ég hef séð marga detta í Reynisfjöru, vegna skyndilegs áhlaups öldunnar upp á sandinn, það þarf ekki sérstakt óveður til né þarf að ganga alveg að fjöruborðinu. Fólk telur sig halda góðri fjarlægð, en svo verður skyndileg hraðabreyting á öldunni og hún kýlist á örskotsstundu langt upp á sandinn. Í verkfræði þekkist það að beita ákveðinni öryggishugsun, bæði í hönnun og stjórnun, enda hefur líf fólks forgang umfram allt annað (sbr. lög/evrópustaðlar um umhverfi og mannvirki). Öryggishugsun snýst um að setja öryggi í forgang - þá þannig að á því sé enginn vafi - og varðar í raun allar ákvarðarnir bæði í stóru og smáu, í gegnum allt ferli hönnunar, framleiðslu og framkvæmda. Lokun Reynisfjöru hefði án efa flýtt mjög fyrir hönnun og framkvæmd um uppsetningu nýs viðvörunarskiltis - einföld ákvörðun í þágu almannaöryggis. Viðvörunarskilti er mannvirki sem lýtur lögum um hönnun mannvirkja. Tökum dæmi af öðru sambærilegu: Brýr fyrir bíla eru mannvirki sem lúta sömu lögum um hönnun, öryggi og frágang (sem og vegurinn sjálfur, angi af öðrum sambærilegum málium). Ef brú hrynur eða er metin ótrygg er veginum að henni lokað. Við bíðum ekki eftir því að næsti bíll aki beint fram af og inn í dauðann, umferð er beint annað og viðkomandi vegi haldið lokuðum þar til ný örugg brú hefur verið byggð. Þegar náttúarn ræðst að brúm, vegum og öðrum mannanna verkum og tekur þau úr umferð, er fyrsta rökrétta öryggisráðstöfun umsjónaraðila að loka á umferð þegar hætta skapast af því. Fleira vekur upp spurningar um öryggismál í Reynisfjöru. Sjónarvottar að slysinu hafa látið hafa eftir sér að reipi í björgunarbúnaði hafi verið samanhnýtt, að reipið sjálft hafi verið lítið burðugt (of mjótt) og myndi nær örugglega slitna strax, ef það hefði þá verið mögulegt að koma björgunarbúnaði út, sem reyndist ekki vera. Reipi þarf svo sem ekki að vera þykkt til að vera sterkt, en samanhnýting reipis bendir til að það hafi slitnað og ekki verið lagað/endurnýjað. Hvernig var þetta hugsað? Björgunarbúnaður í Reynisfjöru virðist ekki hafa virkað, var hann prófaður eða yfirfarinn? Þeir sem starfa að öryggismálum vita að björgunarbúnaður þarf að vera í lagi þegar á reynir. Það er vont að lesa um það að níu ára stúlka hafi verið búin að halda sér á floti í tuttugu mínútur í öldurótinu, fjaran full af fólki, ekkert hægt að gera? Get ekki fallist á að það sé eðlilegt, í öllu falli þarf að spyrja hvort búnaður hafi verið af réttri gerð. Það er ekki nóg að kaupa björgunarbúnað (þó hann sé „staðlaður“), hann verður að virka í aðstæðunum sem hann á að notast í. Og það þarf að vera til staðar vitneskja og þjálfun í notkun búnaðarins. Oftast þarf að aðlaga staðlaðar lausnir sem koma erlendis frá að íslenskum aðstæðum, mjög oft þarf sérlausnir. Hvernig fór þessi vinna um val, hönnun og uppsetningu björgunarbúnaðar fram? Öryggishugsun, eftirfylgni, verkefnisstjórnun, regluverk um mannvirki, viðhald, eftirlit og prófanir, þetta virðist allt hafa verið í ólagi í Reynisfjöru. Það sem stuðar mig töluvert í þessu samtali þjóðarinnar um málið (banaslys ungrar stúlku) er viljinn til þess að skauta fram hjá mikilvægum meginatriðum og fara beint í eitthvert almennt samtal um náttúru Íslands og ferðaþjónustuna. Ásakanir þess efnis að ferðamenn fylgi ekki öryggisleiðbeiningum sem fjúka í íslenskum veðrum, eru ekki settar upp aftur og eru þar með ekki sýnilegar neinum, hlýtur að vera umræða á villigötum. Þá er öryggisbúnaður sem ekki virkar jafnvel hættulegri en enginn, því hann gefur fyrirheit um öryggi tengt viðbragði sem er svo ekki til staðar þegar á reynir. Höfundur er verkfræðingur
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun