Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 06:28 Anthony Albanese er forsætisráðherra Ástralíu. EPA Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese. Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese.
Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02